STEVE Nash, leikstjórnandi NBA-liðsins Phoenix Suns, var í gær valinn íþróttamaður ársins í Kanada en hann er fæddur þar og upp alinn. Nash hefur á tveimur síðustu árum verið valinn besti leikmaður NBA-deildarinnar.

STEVE Nash, leikstjórnandi NBA-liðsins Phoenix Suns, var í gær valinn íþróttamaður ársins í Kanada en hann er fæddur þar og upp alinn. Nash hefur á tveimur síðustu árum verið valinn besti leikmaður NBA-deildarinnar.

Það eru samtök íþróttafréttamanna í Kanada sem standa að kjörinu en þetta er í þriðja sinn sem Nash fær þessa viðurkenningu.

Justin Morneau, hafnaboltaleikmaður úr Minnesota Twins, varð annar en hann var einnig valinn besti leikmaður í sinni íþrótt í MLB-hafnaboltadeildinni á síðustu leiktíð.