UMHVERFISRÁÐUNEYTIÐ hefur ákveðið veiðikvóta hreindýra árið 2007. Alls verður leyft að veiða 1.137 hreindýr á næsta ári, 577 kýr og 560 tarfa, en í ár var kvótinn alls 909 hreindýr. Fylgi kálfar veiddum kúm á einnig að veiða þá.

UMHVERFISRÁÐUNEYTIÐ hefur ákveðið veiðikvóta hreindýra árið 2007. Alls verður leyft að veiða 1.137 hreindýr á næsta ári, 577 kýr og 560 tarfa, en í ár var kvótinn alls 909 hreindýr. Fylgi kálfar veiddum kúm á einnig að veiða þá.

Verð veiðileyfa og umsóknarfrestur um veiðileyfi verða auglýst í byrjun árs 2007, að því er fram kemur á hreindýrasíðu veiðistjórnunarsviðs UST (www.hreindyr.is). Þar má einnig sjá hvernig kvótanum er skipt á milli veiðisvæða.