Loðin og líflegur Paro bregst við áreiti eins og lifandi gæludýr.
Loðin og líflegur Paro bregst við áreiti eins og lifandi gæludýr.
LÍTIÐ og loðið vélmenni, sem lítur út eins og selkópur, hefur verið heiðrað af japönsku ríkisstjórninni fyrir umönnunarstörf sín í þágu eldra fólks þar í landi, að því er netmiðill BBC greindi frá í vikunni.

LÍTIÐ og loðið vélmenni, sem lítur út eins og selkópur, hefur verið heiðrað af japönsku ríkisstjórninni fyrir umönnunarstörf sín í þágu eldra fólks þar í landi, að því er netmiðill BBC greindi frá í vikunni.

Í róbótanum Paro hefur verið komið fyrir, undir loðfeldi og veiðihárum, nema sem gerir litla kópnum kleift að bregðast við í anda sprelllifandi gæludýra. Róbótinn, sem getur bæði deplað augum og hreyft hreifana, vann til verðlaunanna í vélmennakeppni, sem haldin var að tilstuðlan japönsku ríkisstjórnarinnar, en hún stofnaði til verðlaunanna til að stuðla að rannsóknum og frekari þróunum í róbóta-iðnaðinum. Við verðlaunaafhendinguna komu líka verðlaun í hlut risaryksugu, sem vinnur verk sín í skýjakljúfum Tókýóborgar um nætur, og sérstakrar gjafavélar, sem ætlað er að mata þá, sem eru ófærir um það sjálfir.

Róbótar eru notaðir mjög víða í japönsku samfélagi, aðallega sem hjálpartæki til að fást við vaxandi öldrun. Um 19% af 130 milljón íbúum Japana eru 65 ára og eldri. Því er spáð að hlutfall þetta vaxi í 40% árið 2055.

Japanir telja að róbótar komi til með að gegna lykilhlutverkum í hjálp og umönnun eldriborgara. Paro var einkum hannaður með þarfir eldra fólks að leiðarljósi, en getur einnig komið að góðu gagni meðal einhverfra og fatlaðra barna. Róbótum eru einkum ætlað að fá fólk til að slaka á og æfa sig.

Auk þess að bregðast við snertingu í gegnum snertinema á líkamanum bregst Paro einnig við nafninu sínu og öðru hjali mannfólksins, líkt og raunverulegir selkópar.