Tengsl Betri tengsl eru milli þeirra foreldra og barna sem eyða miklum tíma saman, en fjölskyldan er mikilvægur mótunaraðili.
Tengsl Betri tengsl eru milli þeirra foreldra og barna sem eyða miklum tíma saman, en fjölskyldan er mikilvægur mótunaraðili. — Morgunblaðið/Golli
ÞÆR eru margar góðu reglurnar sem kenna þarf börnum og unglingum í nútímaþjóðfélagi. Fjölskyldan er mjög mikilvægur mótunaraðili en góð tengsl innan fjölskyldu skipta miklu máli fyrir velferð barna og unglinga.

ÞÆR eru margar góðu reglurnar sem kenna þarf börnum og unglingum í nútímaþjóðfélagi. Fjölskyldan er mjög mikilvægur mótunaraðili en góð tengsl innan fjölskyldu skipta miklu máli fyrir velferð barna og unglinga. Samanhópurinn er samstarfshópur um forvarnir sem stuðla að velferð barna og unglinga en meginmarkmiðið er að styðja foreldra í uppeldishlutverkinu. Í fréttatilkynningu frá hópnum segir að leiðarljósið frá upphafi hafi verið fræðsla og skilaboð með jákvæðum formerkjum.

Samanhópurinn sendir nú í áttunda sinn áramótakveðu til landsmanna þar sem hvatt er til aukinnar samveru foreldra og barna en þær rannsóknir sem hópurinn hefur lagt til grundvallar starfi sínu sýna jákvæð áhrif á líðan og líf barna eftir því sem samvera þeirra við foreldra er meiri. Þær sýna að börn sem eyða oftar tíma með foreldrum sínum eru í betri tengslum við foreldra sína, þeim líður betur og þau leiðast síður út í neyslu vímuefna.

Áramótakveðju Samanhópsins til íslenskra fjölskyldna verður dreift með stuðningi Póstsins á öll heimili dagana 27.–29. desember. Yfirskriftin er: "Framtíðin er óskrifað blað sem fjölskyldan fyllir út með samverustundum. Gleðilegt samveruár 2007." Í kveðjunni eru fjölskyldur á Íslandi hvattar til þess að verja tíma sínum saman og hugmyndir eru gefnar að skemmtilegum samverustundum á nýju ári.