SAMKOMULAG hefur náðst milli fiskseljenda og -kaupenda í Noregi um að hækka lágmarksverð á nær öllum botnfiski. Undantekningin er þó smæsti og stærsti ufsinn, en verð á honum verður óbreytt.

SAMKOMULAG hefur náðst milli fiskseljenda og -kaupenda í Noregi um að hækka lágmarksverð á nær öllum botnfiski. Undantekningin er þó smæsti og stærsti ufsinn, en verð á honum verður óbreytt.

Mest verðhækkun verður á stærsta þorskinum eða um 17 krónur íslenzkar. Þannig verður lágmarksverð á hverju kílói af hausuðum og slægðum þorski yfir 2,5 kíló 243 krónur íslenzkar. Verð á milliþorski verður 209 krónur og fyrir smæsta þorskinn verður að greiða að lágmarki 153 krónur.

Verð á stærstu ýsunni hækkar um 8,50 krónur og verður á bilinu 119 til 141 króna eftir veiðarfærum. Fyrir stærsta ufsann fást nú 90 krónur, fyrir lýr fást 175 krónur.

Nú verður að greiða 136 krónur fyrir þorskhrogn til manneldis, 51 krónu fyrir lifur og 5,65 krónur fyrir hvert kíló af þorskhausum.

Verðið hefur aldrei verið hærra og skýrist það af mjög háu afurðaverði á nær öllum mörkuðum heimsins fyrir fiskmeti.