ÁÐUR óþekkt píanóverk, sem talið er vera eitt af æskuverkum tónskáldsins Wolfgangs Amadeus Mozarts, er komið í leitirnar.

ÁÐUR óþekkt píanóverk, sem talið er vera eitt af æskuverkum tónskáldsins Wolfgangs Amadeus Mozarts, er komið í leitirnar. Verkið fannst í Salzburg í Austurríki þar sem Mozart fæddist fyrir 250 árum og verður leikið opinberlega í borginni í dag á sérstökum Mozarttónleikum.

Fundurinn kom þannig til að safni biskupsstofunnar í Austurríki voru fyrir nokkru boðin nokkur óundirrituð nótnahandrit. Meðal handritanna var eitt sem nefndist Allegro di Wolfgango Mozart og hafa sérfræðingar nú komist að þeirri niðurstöðu að Mozart hafi í raun samið verkið þegar hann var á aldrinum 6–10 ára.

Annað verk í safninu kann einnig að vera eftir Mozart.