2. janúar 2007 | Bókmenntir | 127 orð | 1 mynd

Jón Kalman hlaut 600.000 kr. styrk

Viðurkenning Skafti Halldórsson afhendir Jóni Kalman styrk úr Rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins á gamlársdag.
Viðurkenning Skafti Halldórsson afhendir Jóni Kalman styrk úr Rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins á gamlársdag. — Morgunblaðið/Einar Falur
RITHÖFUNDURINN Jón Kalman Stefánsson hlaut hina árlegu viðurkenningu Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins sem var afhent á gamlársdag.
RITHÖFUNDURINN Jón Kalman Stefánsson hlaut hina árlegu viðurkenningu Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins sem var afhent á gamlársdag.

Afhendingin fór fram í beinni útsendingu Rásar 1 í Útvarpshúsinu við Efstaleiti að viðstöddum Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra og öðrum góðum gestum.

Þetta var í 50. sinn sem þessi viðurkenning var veitt en henni fylgdi í ár 600.000 kr. styrkur frá Rithöfundasjóðnum.

Jón Kalman fékk íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2006 fyrir skáldsöguna Sumarljós og svo kemur nóttin og er nú tilnefndur fyrir sömu bók til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2007 sem verða veitt í byrjun mars.

Stjórn Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins er skipuð þeim Margréti Oddsdóttur og Eiríki Guðmundssyni af hálfu Ríkisútvarpsins, Braga Ólafssyni og Kristínu Helgu Gunnarsdóttur af hálfu Rithöfundasambands Íslands og Skafta Halldórssyni, formanni stjórnar sem skipaður er af menntamálaráðherra.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.