2. janúar 2007 | Innlendar fréttir | 154 orð | 1 mynd

Ómar Ragnarsson maður ársins

Ómar Ragnarsson
Ómar Ragnarsson
ÓMAR Ragnarsson fréttamaður er maður ársins 2006 að mati hlustenda Rásar 2. Á þriðja þúsund hlustenda stöðvarinnar greiddi atkvæði í kosningunni en rúmlega 200 manns voru tilnefndir.
ÓMAR Ragnarsson fréttamaður er maður ársins 2006 að mati hlustenda Rásar 2. Á þriðja þúsund hlustenda stöðvarinnar greiddi atkvæði í kosningunni en rúmlega 200 manns voru tilnefndir. Ómar var líka kosinn maður ársins 2003 af hlustendum Rásar 2 og hlaut nú yfirburðakosningu, fékk um fjórðung greiddra atkvæða.

Ómar fékk mikið lof frá hlustendum stöðvarinnar og segir í fréttatilkynningu að ljóst sé að hann hafi unnið hug og hjörtu fjölmargra landa sinna með baráttu sinni fyrir verndun náttúrunnar að undanförnu. Sem kunnugt er var skipulögð mótmælaganga niður Laugaveginn í haust í tengslum við baráttu Ómars gegn virkjunarframkvæmdum.

Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir lenti í öðru sæti í kosningunni og Magni Ásgeirsson í því þriðja. Andri Snær Magnason hafnaði í fjórða sæti og Jóhannes í Bónus í því fimmta en úrslitin voru kynnt í áramótaþætti Rásar 2 á gamlársdag.

Fréttastofa Stöðvar 2 valdi einnig Ómar mann ársins 2006 og var hann sérstakur gestur í þættinum Kryddsíld á gamlársdag.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.