Vinnudagur alþingismanna er nú orðinn með hefðbundnu móti en töluverðar umræður spunnust þó um málefni Ríkisútvarpsins í gær, einkum vegna svars menntamálaráðherra við fyrirspurn Kolbrúnar Halldórsdóttur um fjárhagsstöðu RÚV.
Vinnudagur alþingismanna er nú orðinn með hefðbundnu móti en töluverðar umræður spunnust þó um málefni Ríkisútvarpsins í gær, einkum vegna svars menntamálaráðherra við fyrirspurn Kolbrúnar Halldórsdóttur um fjárhagsstöðu RÚV. Sigurði Kára Kristjánssyni þótti heldur spaugilegt að stjórnarandstöðuþingmenn væru enn að ræða Ríkisútvarpið og sagðist halda að þeir væru með fráhvarfseinkenni eftir málþófið í síðustu viku.