Útgerð Bræðurnir Sigurður og Gunnar Hannessynir við Sæbjörgu EA 184, um borð er Ívar Bjarki Sigurðsson.
Útgerð Bræðurnir Sigurður og Gunnar Hannessynir við Sæbjörgu EA 184, um borð er Ívar Bjarki Sigurðsson. — Morgunblaðið/Helga Mattína
Grímsey | Þeir eru ánægðir bræðurnir og útgerðarmennirnir Gunnar og Sigurður Hannessynir með nýju Sæbjörgu EA 184. Nýja Sæbjörg er 27 tonna dragnóta- og netabátur. Þeir bræður eiga og reka ásamt föður sínum, fiskhúsið Sæbjörgu.

Grímsey | Þeir eru ánægðir bræðurnir og útgerðarmennirnir Gunnar og Sigurður Hannessynir með nýju Sæbjörgu EA 184. Nýja Sæbjörg er 27 tonna dragnóta- og netabátur.

Þeir bræður eiga og reka ásamt föður sínum, fiskhúsið Sæbjörgu. Þetta skip er það fimmta í eigu þeirra feðga sem ber þetta góða nafn. Sæbjörg EA 184 kemur frá Ólafsvík og munu 3–4 menn verða í áhöfn.

Grímseyingar glöddust innilega við komu Sæbjargar því með komu hennar eru þrjú ný glæsiskip komin með heimahöfn í Grímsey á rúmum mánuði. Sæbjörgin er gerð út á netaveiðar.