Logi Geirsson
Logi Geirsson
LOGI Geirsson meiddist á ökkla í leiknum við Frakka á HM í fyrrakvöld en ekki var ljóst í gærkvöldi hvort hann yrði með á móti Túnis í dag þegar liðin mætast í fyrsta leiknum í milliriðli.

LOGI Geirsson meiddist á ökkla í leiknum við Frakka á HM í fyrrakvöld en ekki var ljóst í gærkvöldi hvort hann yrði með á móti Túnis í dag þegar liðin mætast í fyrsta leiknum í milliriðli.

"Það skýrist betur þegar nær dregur leiknum við Túnis hvort Logi verður með, ef ekki kemur Arnór Atlason inn í liðið fyrir hann. Ég vil gjarnan hafa Loga með í leiknum ef nokkur kostur er þar sem hann lék mjög vel á móti Frökkum," sagði Alfreð Gíslason þjálfari í gær en hann hefur þegar ákveðið breytingu á leikmannahópnum fyrir leikinn í dag.

Alfreð hefur ákveðið að kalla Roland Eradze markvörð inn í leikinn við Túnis. Þar af leiðandi fær Hreiðar Levý Guðmundsson tækifæri til að hvíla sig.

Annað voru þjálfararnir ekki búnir að ákveða í gærkvöldi.

Guðmundur Þórður Guðmundsson, aðstoðarþjálfari Alfreðs, segir Túnis með sterkt lið sem ætli sér stóra hluti í Þýskalandi.