Dvínandi vinsældir George W. Bush Bandaríkjaforseta gengur ekki beinlínis allt í haginn um þessar mundir. Hann flutti stefnuræðu sína í nótt.
Dvínandi vinsældir George W. Bush Bandaríkjaforseta gengur ekki beinlínis allt í haginn um þessar mundir. Hann flutti stefnuræðu sína í nótt. — Reuters
Washington. AFP, AP. | George W.

Washington. AFP, AP. | George W. Bush Bandaríkjaforseti reyndi í nótt að íslenskum tíma að snúa vörn í sókn er hann flutti stefnuræðu sína fyrir Bandaríkjaþingi en kannanir sýna að stuðningur við forsetann er með allra minnsta móti, raunar hefur enginn forseti haft verri fylgistölur síðan Richard Nixon flutti stefnuræðu sína 1974, skömmu áður en hann sagði af sér embætti vegna Watergate-hneykslisins.

Repúblikanar hafa alla forsetatíð Bush ráðið báðum deildum Bandaríkjaþings. Nú er hins vegar öldin önnur, demókratar náðu meirihluta í báðum deildum í kosningum í nóvember og Bush flutti stefnuræðu sína í nótt því við talsvert aðrar aðstæður en hann hefur mátt venjast.

Öllum könnunum, sem teknar voru við þetta tækifæri, ber saman; forsetinn er óvinsæll meðal bandarísku þjóðarinnar um þessar mundir. Könnun CBS sýnir Bush með 28% fylgi og að 64% kjósenda séu óánægðir með frammistöðu hans. Könnun ABC / Washington Post sýnir að 33% eru sátt við forseta sitt og könnun NBC / Wall Street Journal sýnir Bush með 35%, en Bush hefur aldrei verið lægri í könnunum þessara tilteknu miðla.

Ekki var gert ráð fyrir að Bush ræddi Íraksmálin ítarlega í ræðu sinni í nótt, þó að hann myndi verja ákvörðun sína að fjölga í herliðinu í Írak. Var því spáð að hann myndi leggja áherslu á mikilvægi umbóta á heilbrigðiskerfinu, orku- og menntamál. Sem fyrr segir ráða hins vegar demókratar nú ríkjum á þingi og ekki víst að tillögur forsetans hljóti þar mikinn hljómgrunn.