Mæling Fulltrúar ljósvakamiðlanna Skjásins, RÚV og 365 taka í hönd Einars Einarssonar hjá Capacent eftir undirritun samkomulagsins í gær.
Mæling Fulltrúar ljósvakamiðlanna Skjásins, RÚV og 365 taka í hönd Einars Einarssonar hjá Capacent eftir undirritun samkomulagsins í gær. — Morgunblaðið/ÞÖK
LJÓSVAKAMIÐLARNIR 365 miðlar, Ríkisútvarpið og Skjárinn undirrituðu í gær samkomulag við Capacent Gallup um að hafnar verði rafrænar mælingar á sjónvarpsáhorfi og útvarpshlustun á þessu ári.

LJÓSVAKAMIÐLARNIR 365 miðlar, Ríkisútvarpið og Skjárinn undirrituðu í gær samkomulag við Capacent Gallup um að hafnar verði rafrænar mælingar á sjónvarpsáhorfi og útvarpshlustun á þessu ári. Samkvæmt samkomulaginu verður gerður samningur um framkvæmd mælinganna til sex ára, eða til ársins 2012.

Rafræn mæling á sjónvarpsáhorfi og útvarpshlustun fer þannig fram að fólk ber lítið mælitæki á sér er nemur hljóðmerki sem sent er samhliða útsendingum ljósvakamiðlanna. Þetta auðkenni er falið inni í útsendingunum þannig að mannseyrað greinir það ekki og það truflar ekki útsent efni, segir í fréttatilkynningu. Auðkenninu fylgja upplýsingar um frá hvaða sjónvarpsrás eða útvarpsrás það er sent og á hvaða tíma. Þegar þátttakandi í könnun um fjölmiðlanotkun ber mælitækið og horfir eða hlustar á sjónvarps- eða útvarpsrás nemur mælitækið rafræna auðkennið og skráir sjálfvirkt.