[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Ulrik Wilbek, landsliðsþjálfari Dana í handknattleik, hefur gert tvær breytingar á hóp sínum fyrir leikina í milliriðlinum. Claus Møller Jakobsen og Lars Møller Madsen koma inn í hópinn í staðinn fyrir Bo Spelleberg og Kapser Søndergaard .
Ulrik Wilbek, landsliðsþjálfari Dana í handknattleik, hefur gert tvær breytingar á hóp sínum fyrir leikina í milliriðlinum. Claus Møller Jakobsen og Lars Møller Madsen koma inn í hópinn í staðinn fyrir Bo Spelleberg og Kapser Søndergaard .

Danir, sem höfðu betur gegn Norðmönnum í úrslitaleik um sæti í milliriðli, hefja keppni í milliriðlinum í dag gegn Króötum, á fimmtudag leika þeir við heimsmeistara Spánverja, á laugardag við Rússa og á sunnudag gegn Tékkum.

Massimo Oddo, fyrirliði Lazio, er genginn til liðs við AC Milan . Oddo er 30 ára gamall varnarmaður sem leikið hefur með Lazio undanfarin fjögur ár og var í landsliðshópi Ítala sem vann heimsmeistaratitilinn í Þýskalandi á síðasta ári. Oddo hefur leikið 25 fyrir Ítalíu og skorað í þeim eitt mark.

Næsta mót á Evrópumótaröðinni í golfi hefst á fimmtudaginn í Katar en þar verða margar þekktar stjörnur á meðal keppenda. Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, verður ekki með á þessu móti en hann mun næst leika á móti í Malasíu í febrúar. S-Afríkumennirnir Ernie Els og Retief Goosen verða á meðal keppenda í Katar. S-Afríkumennirnir Ernie Els og Retief Goosen verða á meðal keppenda í Katar. Spánverjinn Sergio Garcia verður einnig með líkt og Englendingarnir Lee Westwood , Darren Clarke og Paul Casey , Ástralinn Stuart Appleby og Michael Campbell frá N-Sjálandi. Ernie Els hefur titil að verja á mótinu en í 10 ára sögu mótsins á Evrópumótaröðinni hefur enginn kylfingur náð að verja titilinn á þessu móti. Els sigraði á Opna S-Afríku meistaramótinu á Evrópumótaröðinni í desember sl. og var það eina atvinnumóti sem hann náði að vinna á árinu 2006.

Ivan Klasnic, framherji þýska knattspyrnuliðsins Werder Bremen, liggur á sjúkrahúsi í Zagreb í Króatíu þar sem grætt verður í hann nýtt nýra. Það uppgötvaðist í nóvember 2005 að Klasnic væri nýrnaveikur en það var ekki gert opinbert. Króatíski landsliðsmaðurinn hefur leikið með Werder Bremen frá árinu 2001 og hefur skorað 41 mark í 123 leikjum í þýsku 1. deildinni. Læknar telja að Klasnic getið snúið aftur inn á fótboltavöllinn eftir tvo mánuði þegar hann hefur fengið nýtt nýra.

Ólafur Örn Bjarnason skoraði fyrir norska knattspyrnuliðið Brann í gær í æfingaleik á Kanaríeyjum gegn Rapid Búkarest frá Rúmeníu. Liðin skildu jöfn, 1:1, og segir Ólafur við norska dagblaðið Aftenposten að hann hafi haft gaman að því að skora – sérstaklega þar sem hann sé ekki vanur að skora mikið af mörkum sem varnarmaður. Kristján Örn Sigurðsson er ekki byrjaður að leika með Brann eftir aðgerð sem hann fór í fyrir skemmstu en Ármann Smári Björnsson lék í hjarta varnar Brann við hlið Ólafs Arnar .