Í vísnaþætti á Selfossi árið 1999 var spurt um kventískuna. Hafsteinn Stefánsson svaraði: Þó að hylji fætur föt freistingin mig kvelur. Þarna er betra kálfakjöt en kaupfélagið selur.

Í vísnaþætti á Selfossi árið 1999 var spurt um kventískuna. Hafsteinn Stefánsson svaraði:

Þó að hylji fætur föt

freistingin mig kvelur.

Þarna er betra kálfakjöt

en kaupfélagið selur.

Þá Jói í Stapa:

Tískan þróast þétt og jafnt

af þekktu tækniliði,

en Evuklæðin eru samt

enn með sama sniði.

Loks Jóhannes Sigmundsson frá Syðra-Langholti:

Stutta tískan stendur fyrir sínu,

stundum þó hún valdi kvöl og pínu.

En úr því konur fótum sínum flíka

mér finnst að karlar mættu þetta líka.

pebl@mbl.is