[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Þeir Íslendingar sem búa í útlöndum og hafa áhuga á að fylgjast með beinum útsendingum frá leikjum Íslands í heimsmeistarakeppninni í handknattleik í Þýskalandi geta keypt sér aðgang að útsendingum með því að fara inn á heimasíðu...

Þeir Íslendingar sem búa í útlöndum og hafa áhuga á að fylgjast með beinum útsendingum frá leikjum Íslands í heimsmeistarakeppninni í handknattleik í Þýskalandi geta keypt sér aðgang að útsendingum með því að fara inn á heimasíðu Alþjóðahandknattleikssambandsins, www.ihf.info. Þar geta þeir keypt sér aðgang hjá IHF á Netinu.

Sænski sóknarleikmaðurinn Patrik Redo, sem hefur leikið með Trelleborg undanfarin ár, gekk í gær til liðs við Fram. Patrik er 26 ára gamall og lék hann með Trelleborg, sem varð sigurvegari í 2. deild í Svíþjóð sl. keppnistímabil. Þar var hann samherji Reynis Leóssonar, sem gekk til liðs við Fram í haust. Patrik meiddist rétt fyrir byrjun sl. keppnistímabils og náði þar af leiðandi aðeins sex deildarleikjum, en hann lék 29 leiki með Trelleborg leiktíðina 2005.

Patrik lék 30 leiki og skoraði fjögur mörk með Halmstadt í úrvalsdeildinni í Svíþjóð á árunum 2002–2004.

Aston Villa gekk í gær formlega frá kaupunum á Ashley Yong frá Watford , en hann hafði komist að munnlegu samkomulagi um helgina við Martin O'Neal , knattspyrnustjóra Villa. Kaupverðið er 9,65 milljónir punda og hefur Villa aldrei greitt eins mikið fyrir leikmann. Yong hefur verið fastamaður í u-21 árs landsliði Englands og hann lék 21 leik með Watford í deildinni og gerði þrjú mörk. Hann er annar sóknarmaðurinn sem Villa krækir í á stuttum tíma, hinn er John Carew sem kom frá Lyon í skiptum fyrir Milan Baros.

Geir Þorsteinsson , framkvæmdastjóri KSÍ , helur í dag til Þýskalands þar sem hann mun sitja ársþing evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA , í Düsseldorf . Kosningar verða á föstudaginn þegar þingfulltrúar kjósa á milli Michels Platinis, fyrrverandi fyrirliða franska landsliðsins, og Svíans Lennarts Johanssons , sem er núverandi forseti UEFA. Gróflega má segja að þeir séu sammála um flestallt nema hvað Platini, sem er 51 árs, vill fækka liðum frá Englandi, Spáni, Ítalíu og Þýskalandi í meistaradeildinni úr fjórum í þrjú. Þessu er Johansson, sem er 77 ára, ósammála og segir deildina fína eins og hún er.

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mun leika vináttulandsleik við Englendinga hinn 17. maí. Ekki er enn búið að ákveða á hvaða velli leikið verður en leikið verður ytra. Leikurinn er liður í undirbúningi liðsins fyrir riðlakeppni EM 2009 en fyrsti leikur íslenska liðsins í þeirri keppni verður í Grikklandi 31. maí og síðan koma í kjölfarið tveir heimaleikir við Serba og Frakka .