AÐALMEÐFERÐ hefst í máli kínversks starfsmanns verktakafyrirtækisins Impregilo á hádegi á morgun, fimmtudag, við Héraðsdóm Austurlands. Maðurinn er ákærður fyrir tilraun til manndráps. Málið var þingfest á mánudag.

AÐALMEÐFERÐ hefst í máli kínversks starfsmanns verktakafyrirtækisins Impregilo á hádegi á morgun, fimmtudag, við Héraðsdóm Austurlands. Maðurinn er ákærður fyrir tilraun til manndráps. Málið var þingfest á mánudag.

Manninum er gefið að sök að hafa á gamlárskvöld stungið annan starfsmann Impregilo tvívegis með eggvopni á skemmtun í búðum Impregilo við Kárahnjúka. Sá er áverkana hlaut fékk 3 cm stungusár í síðu og nokkru minna sár á handlegg.

Hinn ákærði neitaði að tjá sig nokkuð um málið er það var þingfest, en hafði áður játað fyrir lögreglu og dómi og borið fyrir sig að um sjálfsvörn væri að ræða. Maðurinn er í farbanni til 30. janúar.