ÍSLANDSMÓT barna í skák 2007 verður haldið laugardaginn 27. janúar nk. Öll börn 10 ára og yngri (fædd 1996 og síðar) geta verið með á mótinu. Tefldar verða 8 umferðir, umhugsunartími 10 mín. á skák fyrir hvern keppanda.

ÍSLANDSMÓT barna í skák 2007 verður haldið laugardaginn 27. janúar nk. Öll börn 10 ára og yngri (fædd 1996 og síðar) geta verið með á mótinu. Tefldar verða 8 umferðir, umhugsunartími 10 mín. á skák fyrir hvern keppanda.

Mótið verður haldið í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur, Faxafeni 12 og hefst kl. 12.45 laugardaginn 27. janúar. Skráning hefst á skákstað kl. 12.30 og er þátttökugjald 500 kr.

Happdrætti verður haldið á mótinu þar sem dregið verður um ýmsa vinninga.

Bikar er fyrir sigurvegara mótsins og verðlaun veitt fyrir þrjú efstu sætin. Sérstök verðlaun verða veitt þrem efstu stúlkunum í mótinu (ef a.m.k. 10 stúlkur taka þátt) og hlýtur sú efsta titilinn "Íslandsmeistari stúlkna 2007." Einnig verða veitt sérstök verðlaun í hverjum aldursflokki.