NÝR skákkennsluvefur í umsjón Henriks Danielsens og Kristians Guttesens hefur litið dagsins ljós. Þessum vef er m.a. ætlað til að kenna krökkum í Namibíu og á Grænlandi. Þarna eru myndbönd á ensku, dönsku og íslensku.

NÝR skákkennsluvefur í umsjón Henriks Danielsens og Kristians Guttesens hefur litið dagsins ljós. Þessum vef er m.a. ætlað til að kenna krökkum í Namibíu og á Grænlandi. Þarna eru myndbönd á ensku, dönsku og íslensku. Á hverjum degi er nýju myndbandi bætt við og fjölgar tungumálunum stöðugt.

Vefurinn er bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Lagt er upp með að hafa þetta svolítið skemmtilegt fyrir börnin, fá börn til að kenna börnum og jafnvel þekkta einstaklinga. Þá kynnir Henrik Danielsen nýja skákbyrjun sem hann hefur þróað og nefnist Ísbjarnarkerfið. Þegar fram líða stundir er ætlað að bjóða upp á vikulega skákkennslu í beinni útsendingu á vefnum, segir í fréttatilkynningu.

Slóðin á kennsluvefinn er www.videochess.net.