HANDBOLTINN er í algleymingi þessa dagana, það dylst engum. Ljósvaka þótti forvitnilegt að verða vitni að mjög svo misjöfnum ummælum í fjölmiðlum annars vegar daginn eftir tapið á móti Úkraínumönnum og hins vegar daginn eftir stórsigurinn á Frökkum.

HANDBOLTINN er í algleymingi þessa dagana, það dylst engum. Ljósvaka þótti forvitnilegt að verða vitni að mjög svo misjöfnum ummælum í fjölmiðlum annars vegar daginn eftir tapið á móti Úkraínumönnum og hins vegar daginn eftir stórsigurinn á Frökkum.

Strákarnir okkar voru ekkert svo mikið "okkar" á mánudaginn. Ljósvaki hlustaði með öðru eyranu á spjall sérfróðra um handbolta á Rás 2 fyrir hádegið þar sem menn kepptust við að gagnrýna leik íslenska liðsins og tóku fyrir leikmenn sem þóttu hafa staðið sig með eindæmum illa. Þar var einnig fjölyrt um að Ísland væri með framferði sínu búið að fyrir gera áframhaldandi þátttöku á mótinu, enda enginn möguleiki að vinna Frakka. Ég þori að fullyrða að frasinn góði um drengina okkar sameiginlegu heyrðist ekki þennan morgun.

En svo gerðist hið ómögulega og strákarnir okkar orðnir mjög mikil sameign þjóðarinnar eins og hendi væri veifað. Það verður gaman að fylgjast með framhaldinu.

Áfram Ísland!

Birta Björnsdóttir