Hvítur á leik.
Hvítur á leik.
Staðan kom upp í A-flokki Corus-skákhátíðarinnar sem fram fer þessa dagana í Wijk aan Zee í Hollandi. Undrabarnið frá Úkraínu, Sergey Karjakin (2.678) hafði hvítt gegn Búlgaranum Veselin Topalov (2.783).
Staðan kom upp í A-flokki Corus-skákhátíðarinnar sem fram fer þessa dagana í Wijk aan Zee í Hollandi. Undrabarnið frá Úkraínu, Sergey Karjakin (2.678) hafði hvítt gegn Búlgaranum Veselin Topalov (2.783). Heimsmeistarinn fyrrverandi hefði setið uppi með tapað tafl ef sá ungi hefði leikið 42. Dh5! Enda eftir t.d. 42....dxc5 43. Df7+ Kd6 44. Dxg8 hefur hvítur unnið tafl þar sem hann hótar að skáka biskupinn og drottninguna af. Úkraínumaðurinn lék hinsvegar 42. Hc4 og um síðir lyktaði skákinni með jafntefli: 42....d5 43. Ha4 Bxe1 44. Dxe1 Hxg3 45. Hxa6 Dg1 46. Dxg1 Hxg1+ 47. Kb2 Ke7 48. He6+ Kf7 49. Hd6 e4 50. Kc3 Hf1 51. Hd7+ Kf8 52. Hd8+ Kf7 53. Hd7+ Kf8 54. Hd8+ og keppendur sættust á skiptan hlut.