Stofnfundur Fjöldi fólks var viðstaddur stofnfund Handverks og hönnunar ses. sem fram fór í Ráðhúsi Reykjavíkur 18. janúar síðastliðinn.
Stofnfundur Fjöldi fólks var viðstaddur stofnfund Handverks og hönnunar ses. sem fram fór í Ráðhúsi Reykjavíkur 18. janúar síðastliðinn.
SJÁLFSEIGNARSTOFNUNIN Handverk og hönnun ses. var stofnuð í Ráðhúsi Reykjavíkur 18. janúar síðastliðinn að viðstöddu fjölmenni.

SJÁLFSEIGNARSTOFNUNIN Handverk og hönnun ses. var stofnuð í Ráðhúsi Reykjavíkur 18. janúar síðastliðinn að viðstöddu fjölmenni. Stofnfélagar eru 204 aðilar og stofnfé er 1,6 milljónir króna

Í fréttatilkynningu sem barst frá stofnuninni segir að þegar ljóst var að verkefnið Handverk og hönnun myndi hætta starfsemi eftir 12 ára starf, hefði það vakið mikil viðbrögð. Sendar voru áskoranir til stjórnvalda og þá fór einnig fram undirskriftasöfnun á netinu. "Það var augljóslega skoðun fjölmargra að ekki mætti skapast tómarúm á þessu sviði. Mikil reynsla, þekking, gagnabanki og samstarfsvettvangur, sem byggðist á langri og markvissri uppbyggingu, væri í hættu ef starfsemin legðist af."

Umsókn sem var send til Alþingis í kjölfarið var vel tekið og liggur nú fyrir vilyrði um rekstrarstyrk fyrir árið 2007. Í stjórn nýju stofnunarinnar eru: Anna Kristín Gunnarsdóttir, þingmaður, Birta Flókadóttir, markaðsstjóri, Halla Bogadóttir, gullsmiður, Ólöf Nordal, lögfræðingur og Signý Ormarsdóttir, fatahönnuður og menningarfulltrúi Austurlands.