Athafnasvæði . Um 1.110 manns eru við Kárahnjúka á vegum Impregilo.
Athafnasvæði . Um 1.110 manns eru við Kárahnjúka á vegum Impregilo. — Morgunblaðið/RAX
VINNUBÚÐIR Impregilo verða seldar, ef kaupendur fást. Fyrir nokkru barst fyrirspurn frá innlendu verktakafyrirtæki sem falaðist eftir vinnubúðum. Þá gat Impregilo ekki séð af húsnæði og því varð ekki af sölu, að sögn Ómars R.

VINNUBÚÐIR Impregilo verða seldar, ef kaupendur fást. Fyrir nokkru barst fyrirspurn frá innlendu verktakafyrirtæki sem falaðist eftir vinnubúðum. Þá gat Impregilo ekki séð af húsnæði og því varð ekki af sölu, að sögn Ómars R. Valdimarssonar fjölmiðlafulltrúa. Nokkur hús hafa verið flutt frá stíflustæðinu við Kárahnjúka að aðgöngum 2 þar sem þörf var á fleiri vistarverum fyrir starfsmenn. Að öðru leyti hafa vinnubúðir ekki verið teknar niður, að sögn Ómars.

"Samkvæmt samningi við Landsvirkjun ber okkur að fjarlægja þetta. Ef einhver vildi t.d. opna þarna hálendishótel þá eru búðirnar til sölu. Ég held að þær fengjust fyrir tiltölulega hagstætt verð. Það myndi spara okkur ómælda vinnu við að taka þær niður," sagði Ómar.

Vinnubúðir Impregilo rúma um 1.150 manns. Með vorinu verða teknar niður vistarverur fyrir allt að 600 manns. Ómar sagði að ekki hefði verið tekin ákvörðun um að auglýsa búðirnar til sölu, en áhugasamir gætu haft samband við Impregilo. Samkvæmt upplýsingum frá Impregilo vill fyrirtækið helst selja búðirnar á staðnum og í því ástandi sem þær eru.

Nú eru 1.110 manns að störfum fyrir Impregilo við Kárahnjúkavirkjun. Búist er við að starfsmönnum fækki um 150 manns um miðjan febrúar.