Dágóður skammtur í maga Elma Guðmundsdóttir var fegin að hafa ekki lofað að éta pelsinn, enda dágóður skammtur.
Dágóður skammtur í maga Elma Guðmundsdóttir var fegin að hafa ekki lofað að éta pelsinn, enda dágóður skammtur. — Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir
Elma Guðmundsdóttir í Neskaupstað er ein þeirra fjölmörgu sem fylgdust grannt með gengi strákanna okkar á HM í Þýskalandi. Hún var ekki bjartsýn fyrir leikinn gegn Evrópumeisturum Frakka og hét því að hún myndi éta húfuna sína ef Íslendingar sigruðu.

Elma Guðmundsdóttir í Neskaupstað er ein þeirra fjölmörgu sem fylgdust grannt með gengi strákanna okkar á HM í Þýskalandi. Hún var ekki bjartsýn fyrir leikinn gegn Evrópumeisturum Frakka og hét því að hún myndi éta húfuna sína ef Íslendingar sigruðu. Húfan er engin smásmíði heldur forláta loðhúfa ættuð frá Rússlandi.

"Hárin gera það að verkum að erfitt er að steypa húfuna í súkkulaði líkt og Salome gerði við hattinn sinn forðum. Ætli ég reyni ekki bara að súrsa hana og éta á kommablótinu um helgina," sagði Elma og brosti þegar fréttaritari innti hana eftir því hvernig gengi að snæða gripinn. "En það var eins gott ég lofaði ekki pelsinum."

Um frekari framgöngu íslenska landsliðsins sagðist Elma hafa spáð því fyrir mótið að liðið yrði í fimmta sæti. "En ef þeir spila eins og þeir gerðu gegn Frökkum getur allt gerst. Ég þori þó ekki að spá þeim ofar en þriðja sæti."