LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæðinu leitar vitna að umferðaróhappi á Höfðabakkabrú laugardaginn 20. janúar kl. 13:01.

LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæðinu leitar vitna að umferðaróhappi á Höfðabakkabrú laugardaginn 20. janúar kl. 13:01. Ekið var á rauða Toyotu Corolla en talið er að tjónvaldurinn, sem hvarf af vettvangi, hafi verið á stærri bifreið, hugsanlega með rauðri merkingu á hlið.

Ökumaður Toyotunnar var á suðurleið yfir Höfðabakkabrú og ók á grænu ljósi. Hann var á vinstri beygjuakrein og hugðist fara til austurs.

Þeir sem geta varpað ljósi á óhappið eru beðnir að hafa samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444-1000.