Hollusta Máltíð samsett úr spergilkáli og tómötum er vopn í baráttunni við krabbamein í blöðruhálskirtli samkvæmt nýlegri rannsókn.
Hollusta Máltíð samsett úr spergilkáli og tómötum er vopn í baráttunni við krabbamein í blöðruhálskirtli samkvæmt nýlegri rannsókn.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
NEYSLA á tómötum og spergilkáli veitir vörn gegn krabbameini í blöðruhálskirtli en sér í lagi þegar máltíðin er samsett úr báðum grænmetistegundum, samkvæmt nýrri rannsókn Illinois-háskólans í Bandaríkjunum sem sagt er frá á vefnum forskning.no .

NEYSLA á tómötum og spergilkáli veitir vörn gegn krabbameini í blöðruhálskirtli en sér í lagi þegar máltíðin er samsett úr báðum grænmetistegundum, samkvæmt nýrri rannsókn Illinois-háskólans í Bandaríkjunum sem sagt er frá á vefnum forskning.no .

Í rannsókninni var fylgst með þróun krabbameinsæxla í rottum sem fengu mismunandi fóður. Í ljós kom að æxlin uxu hægar hjá þeim sem fengu blöndu af tómötum og spergilkáli en þeim sem fengu t.d. einungis tómata.

Virkni tómata og spergilkáls í baráttunni gegn krabbameini er þekkt en ekki hefur áður verið athugað að blanda þessara grænmetistegunda hefur enn meiri virkni. Eftir 22 vikna rannsóknartíma hafði blandan dregið miklu meira úr vexti æxlisins heldur en önnur fæðublanda. Tekið er fram að ekki er fullvíst hvort sama niðurstaða fengist hjá mönnum en vísindamennirnir við Illionois-háskólann mæla hiklaust með þessari samsetningu, auk neyslu ýmiss konar grænmetis og ávaxta í stað þess að reiða sig á vítamín.

Í grein forskning.no er áætluð dagsþörf 55 ára manns af umræddu grænmeti u.þ.b. 3 dl af spergilkáli (200 g) og 6 dl tómatar (400 g) eða 2,5 dl tómatsósa og um 1 dl tómatpúrra.

Pasta með tómötum

og spergilkáli

2 msk. ólívuolía

nokkrir saxaðir hvítlauksgeirar

1 dl hvítvín

1/2 tsk. þurrkuð paprika

7 dl (450 g) spergilkál, niðurskorið

5 dl (330 g) tómatar, niðurskornir

350 g pasta

Sjóðið pastað. Setjið olíuna á pönnu og hitið hvítlaukinn í nokkrar mínútur. Lækkið undir og bætið út í hvítvíninu og paprikunni, því næst spergilkálinu. Látið malla undir loki í u.þ.b. 4 mínútur og síðan er tómötunum blandað saman við, hitið. Hrærið grænmetisblöndunni saman við pastað og berið fram með rifnum parmesan-osti.