NÝLEGA var farandbikar Guðmundar Karls Gíslasonar, fyrrum maraþonhlaupara, veittur í þriðja sinn. Guðmundur andaðist af slysförum 7. júní 2004.

NÝLEGA var farandbikar Guðmundar Karls Gíslasonar, fyrrum maraþonhlaupara, veittur í þriðja sinn. Guðmundur andaðist af slysförum 7. júní 2004.

Farandbikarinn er veittur þeim Íslendingi á þrítugsaldri, sem kemur fyrstur í mark í heilu maraþoni í Reykjavík. Að þessu sinni kom hann í hlut Þórólfs Inga Þórssonar sem hljóp vegalengdina, 42,2 km, í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis síðastliðið sumar á 3 klst. og 32 mínútum. Var bikarinn afhentur við athöfn í anddyri Vesturbæjarlaugarinnar 12. janúar síðastliðinn. Sigurvegari árið 2005 var Frosti Hallfríðarson. Auk farandbikarsins hafa verðlaunahafar fengið farseðil til Evrópu í boði Icelandair, Flugleiða. Í viðtali við Þórólf og Frosta kom fram að farandbikar Guðmundar hafi verið þeim báðum hvatning til að takast á við maraþonhlaupin.

Guðmundur Karl Gíslason, sem farandbikarinn er tileinkaður, var meðal fremstu maraþonhlaupara landsins fyrir nokkrum árum. Hann hóf að stunda langhlaup árið 2000, þá einungis 21 árs. Framfarir hans í langhlaupum voru mjög örar og á rúmum tveimur árum hljóp hann samtals 12 maraþonhlaup. Þar af sigraði hann í þremur slíkum hlaupum. Nánari upplýsingar um hlaupaferil Guðmundar er að finna á vefslóðinni http://www.hi.is/~agust/ymisl/myndir/gkg7904/gkg7904.htm