Allir með strætó Farþegar stíga um borð í einn vagna SVA í gær. Þeim hefur fjölgað mjög sem nota vagnana eftir að fargjöld voru felld niður.
Allir með strætó Farþegar stíga um borð í einn vagna SVA í gær. Þeim hefur fjölgað mjög sem nota vagnana eftir að fargjöld voru felld niður. — Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
FARÞEGUM með Strætisvögnum Akureyrar hefur fjölgað um 60% frá því fargjöld voru felld niður um áramótin og nær fjölgunin til allra aldurshópa. Þetta kemur fram þegar fjöldi farþega í þriðju viku þessa árs er borinn saman við sama tíma í fyrra.

FARÞEGUM með Strætisvögnum Akureyrar hefur fjölgað um 60% frá því fargjöld voru felld niður um áramótin og nær fjölgunin til allra aldurshópa. Þetta kemur fram þegar fjöldi farþega í þriðju viku þessa árs er borinn saman við sama tíma í fyrra.

Að meðaltali voru farþegar á dag 640 í þriðju viku ársins 2006 en eru nú að meðaltali 1.020.

"Það kom í ljós fljótlega eftir áramót, þegar fólk fór almennt aftur til vinnu og skólar hófust á ný, að fólk myndi taka þessu mjög vel," sagði Stefán Baldursson, forstöðumaður Strætisvagna Akureyrar, við Morgunblaðið.

Stefán upplýsti reyndar að vegna kulda voru mun færri á ferli í bænum en venjulega, dagana sem talið var og aukningin hefði því örugglega mælst meiri hefðu aðstæðar verið eðlilegar. "Fólk fór ekki út nema það væri bráðnauðsynlegt og það sást líka á því að bílaumferð var lítil í bænum þessa daga."

Tölurnar sem nefndar voru hér að framan eiga við virka daga umrædda viku, en helgina á undan var einnig talið og þá var aukningin miklu meiri; 130% miðað við sömu helgi í fyrra.

Nú þegar er hafin vinna við endurskoðun á leiðakerfi SVA með það að meginmarkmiði að hefja akstur um hið nýja Naustahverfi syðst í bænum.