Karíus og Baktus
Karíus og Baktus
LEIKRITIÐ Karíus og Baktus hefur verið sýnt hjá Leikfélagi Akureyrar á undanförnum mánuðum og kætt norðlensk börn.

LEIKRITIÐ Karíus og Baktus hefur verið sýnt hjá Leikfélagi Akureyrar á undanförnum mánuðum og kætt norðlensk börn. Nú gefst sunnlenskum börnum tækifæri til að sjá þá óþekktarbræður amast í Jens því ákveðið hefur verið að sýningin verði sýnd í Borgarleikhúsinu í örfá skipti í febrúar og byrjun mars. Að sögn aðstandenda er það vegna "fjölda áskorana". Það eru leikararnir Guðjón Davíð Karlsson og Ólafur Steinn Ingunnarson sem leika grallarana.

Miðasala hefst í Borgarleikhúsinu í dag.