Reykjavíkurmótið. Norður &spade;2 &heart;DG96 ⋄ÁD1087 &klubs;DG5 Vestur Austur &spade;G6 &spade;953 &heart;532 &heart;10874 ⋄943 ⋄KG652 &klubs;108632 &klubs;K Suður &spade;ÁKD10874 &heart;ÁK ⋄– &klubs;Á974 Suður spilar...

Reykjavíkurmótið.

Norður
2
DG96
ÁD1087
DG5

Vestur Austur
G6 953
532 10874
943 KG652
108632 K

Suður
ÁKD10874
ÁK
Á974

Suður spilar 7.

Sagt er um laufkónginn að hann sé blankari en aðrir kóngar – einkum þegar mikið liggur við. Þeir sagnhafar í Reykjavíkurmótinu sem spiluðu sjö spaða (og þeir voru nokkrir) geisluðu þó ekki af bjartsýni þegar þeir hófu verkið. Þrír slagir í blindum og engin innkoma. Aleina vinningsvonin lá í stökum laufkóng, en líkur á slíkri draumalegu eru 2,4% (að minnsta kosti hvað aðra kónga varðar!) Einn sagnhafi trúði ekki heppni sinni þegar hann fékk út lauf. Hann lét drottninguna og austur kónginn. Sagnhafi snardrap með ásnum, tók trompin, ÁK í hjarta og lagði upp. Benti svo austri á að það hefði verið betri vörn að dúkka fyrsta slaginn. "Ef ég hefði getað það," svaraði austur þurrlega.