Stætóstoppistöð í Hamraborg HVERNIG er það? Almennir borgarar sem ferðast með almenningsvögnum um Hamraborg þurfa nú að hírast úti í nístandi gaddi þar sem stoppistöðin þurfti að víkja fyrir nýbyggingu sem hefur tekið óralangan tíma að rísa.

Stætóstoppistöð í Hamraborg

HVERNIG er það? Almennir borgarar sem ferðast með almenningsvögnum um Hamraborg þurfa nú að hírast úti í nístandi gaddi þar sem stoppistöðin þurfti að víkja fyrir nýbyggingu sem hefur tekið óralangan tíma að rísa.

Sjálfur ferðast ég daglega um Hamraborg og þarf því standa og reyna að forða mér frá ýmsu sem skvettist á mig af veginum. Svo ekki sé nefndur óþefur af útblæstri fólksbíla landans.

Í gróðabraski þeirra aðila sem standa á bakvið nýbyggingu á svæðinu treðst það fólk undir sem minna má sín í þjóðfélaginu eða fólk sem kýs að ferðast með almenningsvögnum og þörfum þeirra er ýtt úr vegi.

Með von um skilning.

Frímann.

Sammála

ÉG las Velvakanda pistil þar sem var verið að kvarta yfir barnaefni á Stöð 2 og er ég því sammála.

Ég er með tvö börn, dreng 5 ára og stúlku 6 ára, og ég leyfi þeim ekki að horfa á teiknimyndir á Stöð tvö, við horfum bara á barnaefnið í ríkisjónvarpinu, þó ég sé áskrifandi að Stöð 2. Finnst það gott að mál að fólk skuli tjá sig um þetta.

Elva Dís.

Fæðingarorlof

NÚNA um mánaðamótin júlí/ágúst verð ég mamma í annað sinn og aftur er ég að verða einstæð móðir þannig að eins og með fyrra barni mínu fæ ég ekki nema 6 mánaða fæðingarorlof.

Ég vil vekja athygli á þessu og spyr: Er það ekki réttur foreldra – eða barns – að fá 9 mánaða fæðingarorlof allt í allt? Er ekki verið að mismuna börnum einstæðra foreldra?

Móðir.

Um Byrgið

ÞAÐ má geta þess sem vel er gert. Á síðasta ári komu menn frá Byrginu í bæinn og sóttu mann sem var á götunni og hjá þeim var hann í margar vikur. Sjálfum sér til góðs og öðrum.

Áhorfandi.

Maó og 1956

ÞAÐ virðist vera að gerð hafi verið bagaleg mistök við gerð myndarinnar um Maó sem Ríkisútvarpið á aðild að. Það eða hitt að mistök voru gerð við þýðingu enska þularins í heimildamynd þessari. Þannig kom fram að atburðir árið 1958 í Ungverjalandi hefðu haft mikil áhrif í Kína og á Maó sjálfan. Hið rétta mun vera að það voru atburðirnir og uppreisnin í Ungverjalandi árið 1956 sem máli skiptu. Leiðréttist það hér með.

Kjartan Emil Sigurðsson.

Svartur leðurjakki tekinn í misgripum

SVARTUR leðurjakki hvarf af Hverfisbarnum 29. des 2006, e.t.v. tekinn í misgripum. Er með annan leðurjakka sem er svartur með stroffi. Skilvís finnandi hafi vinsamlegast samband við Tinnu í síma 8683385.