LEIKMENN landsliðs Úkraínu gengu á dyr að loknum fyrri hálfleik viðureignar Íslands og Frakklands á heimsmeistaramótinu í handknattleik í fyrrakvöld.

LEIKMENN landsliðs Úkraínu gengu á dyr að loknum fyrri hálfleik viðureignar Íslands og Frakklands á heimsmeistaramótinu í handknattleik í fyrrakvöld. Þá var íslenska liðið með tíu marka forskot, 18:8, og Úkraínumenn búnir að afskrifa franskan sigur enda varð það raunin. Íslenska liðið vann leikinn og hélt áfram í milliriðla ásamt Frökkunum, en Úkraínumenn sátu eftir með sárt ennið. Kvöldið áður voru þeir mjög brattir eftir sigurinn á Íslendingum og töldu sig vera langt komna í milliriðlakeppnina. Þegar leikmenn úkraínska landsliðsins settust niður í íþróttahöllinni til þess að fylgjast með viðureign Íslendinga og Frakka voru þeir nokkuð brattir en fljótlega fór að síga á þeim brúnin. Spurðu Úkraínumennirnir m.a. nærstadda Íslendinga hvort Frakkar hefðu verið keyptir til þess að tapa fyrir íslenska landsliðinu. Þegar flautað var til hálfleiks þótt þeim nóg orðið um og yfirgáfu höllina.

Lítil skemmtun

Úkraínumenn hafa fengið það hlutverk að leika um 13. til 20. sætið á HM og eru þeir í riðli með Kúvæt og Argentínu, sem Íslendingar hefðu leikið við hefðu þeir ekki unnið Frakka. Skemmtun þeirra er ekki mikil.