Þórunn Ósk Marinósdóttir
Þórunn Ósk Marinósdóttir
TÓNLISTARHÁTÍÐIN Myrkir músíkdagar, sem haldin er á vegum Tónskáldafélags Íslands, stendur nú yfir en þar er íslensk tónlist leidd til öndvegis.
TÓNLISTARHÁTÍÐIN Myrkir músíkdagar, sem haldin er á vegum Tónskáldafélags Íslands, stendur nú yfir en þar er íslensk tónlist leidd til öndvegis. Eins og í fyrra tekur tónlistarhúsið Laugarborg í Eyjafjarðarsveit þátt í hátíðinni í ár og voru opnunartónleikarnir til að mynda haldnir þar. Á morgun munu þær Þórunn Ósk Marínósdóttir, víóla, og Steinunn Birna Ragnarsdóttir, píanó, leika þar þrjú íslensk verk, eftir Þórð Magnússon, Kjartan Ólafsson og Hafliða Hallgrímsson. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.