LAUNAVÍSITALA í desember sl. lækkaði um 0,1% frá fyrri mánuði, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar.
LAUNAVÍSITALA í desember sl. lækkaði um 0,1% frá fyrri mánuði, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Skýrist lækkunin á því að í útreikningi gæti ekki lengur áhrifa af eingreiðslu á almennum vinnumarkaði sem greidd var í árslok 2005 og kom til hækkunar launavísitölu í desember sama ár. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 9,8%, á meðan vísitala neysluverðs hefur hækkað um 6,9%. Launavísitala fyrir helstu launþegahópa á fjórða ársfjórðungi hækkaði um 1,3% frá fyrri ársfjórðungi. Sambærileg vísitala fyrir opinbera starfsmenn og bankamenn hækkaði um 1,5%. Vísitala fyrir almennan markað hækkaði um 1,1%.