Það er óhætt að segja að hljómsveitin Jeff Who? hafi komið, séð og sigrað þegar Hlustendaverðlaun FM957 voru afhent í gær við hátíðlega athöfn í Borgarleikhúsinu.

Það er óhætt að segja að hljómsveitin Jeff Who? hafi komið, séð og sigrað þegar Hlustendaverðlaun FM957 voru afhent í gær við hátíðlega athöfn í Borgarleikhúsinu. Hljómsveitin átti lag ársins að mati hlustenda útvarpsstöðvarinnar, "Barfly", hún var valin nýliði árins og að endingu hljómsveit ársins. Það var því við hæfi að Jeff Who? spilaði "lag ársins" í lokin.

Annar sigurvegari kvöldsins var óneitanlega Magni . Hlustendur voru sammála um að Rock Star -tónleikar hans hefðu verið þeir bestu á árinu, Magni var einnig valinn söngvari ársins og fékk svo að auki sérstök heiðursverðlaun Gillette.

Söngkona árins var Klara úr Nylon en þær stöllu áttu líka myndband ársins, við lagið "Losing a Friend". Plata ársins var Undir þínum áhrifum með Sálinni hans Jóns míns . Þá fékk Laddi heiðursverðlaun FM957.

Dagskrá kvöldsins var stútfull af tónlistaratriðum þar sem m.a. Silvia Night og Storm komu fram. Kynnir kvöldsins var Auðunn Blöndal .