[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
ÍSLENSKA landsliðið í handknattleik fékk mjög öflugan stuðning í leikjum sínum í riðlakeppninni í Magdeburg. Það var eins og liðið væri á heimavelli.
ÍSLENSKA landsliðið í handknattleik fékk mjög öflugan stuðning í leikjum sínum í riðlakeppninni í Magdeburg. Það var eins og liðið væri á heimavelli. Um fjögur hundruð Íslendingar mættu á leiki liðsins og létu vel í sér heyra fyrir leiki, á meðan á þeim stóð og eftir leikina. Stemningin var geysileg. Hér á myndunum, sem Günther Schröder tók, má sjá nokkra öfluga stuðningsmenn íslenska liðsins. Nýir hópar Íslendinga mæta á leikina í milliriðli í Halle og Dortmund.