BANDARÍSKA tenniskonan Serena Willimas tryggði sér í gær sæti í undanúrslitum á opna ástralska meistaramótinu í tennis þegar hún Shahar Peer frá Ísrael í fjórðungsúrslitum mótsins.

BANDARÍSKA tenniskonan Serena Willimas tryggði sér í gær sæti í undanúrslitum á opna ástralska meistaramótinu í tennis þegar hún Shahar Peer frá Ísrael í fjórðungsúrslitum mótsins. Peer vann fyrsta settið, 6:3, en Williams tryggði sér sigur með sigri í næstu tveimur settum, 6:2 og 8:6.

Serenam, sem hefur tvívegis borið sigur úr býtum á mótinu, mætir Nicole Vaidisovu í undanúrslitum en Vaidisova vann löndu sína Lucie Safarova, 6:1 og 6:4.

Hjá körlunum komust Svisslendingurinn Roger Federer og Bandaríkjamaðurinn Andy Rodick í undanúrslitin þar sem þeir eigast við. Federer, sem stefnir að því að vinna sinn þriðja sigur á opna ástralska mótinu og tíunda stóra titil á ferlinum, hafði betur gegn Tommy Robredo, 6:3, 7:6 og 7:5.

Roddick vann auðveldan sigur á landa sínum, Mary Fish, 6:2, 6:2 og 6:2.