Casino Royale verður fyrsta James Bond-kvikmyndin sem sýnd verður í kínverskum kvikmyndahúsum, og segir framkvæmdastjóri Sony Pictures í Kína að hún muni slá öll frumsýningarmet erlendra kvikmynda.
Casino Royale verður fyrsta James Bond-kvikmyndin sem sýnd verður í kínverskum kvikmyndahúsum, og segir framkvæmdastjóri Sony Pictures í Kína að hún muni slá öll frumsýningarmet erlendra kvikmynda.

Myndin verður sýnd í yfir eitt þúsund bíóum, í öllum helstu borgum og mörgum minni bæjum.

Framkvæmdastjóri Sony í Kína, Li Chow , segir að það hafi ekki verið auðvelt að fá heimild til að sýna myndina í landinu, "og við erum enn ánægðari með að hafa ekki þurft að klippa neitt úr henni".