19. febrúar 2007 | Fasteignablað | 124 orð | 3 myndir

Verk Guðjóns Samúelssonar

Akureyrarkirkja.
Akureyrarkirkja. — Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Einn af þekktustu arkitektum og byggingarmeisturum Íslands, Guðjón Samúelsson, á 120 ára afmæli í ár, en hann fæddist 16. apríl árið 1887. Guðjón var fyrstur Íslendinga til að ljúka námi í byggingarlist, en það gerði hann árið 1919.
Einn af þekktustu arkitektum og byggingarmeisturum Íslands, Guðjón Samúelsson, á 120 ára afmæli í ár, en hann fæddist 16. apríl árið 1887.

Guðjón var fyrstur Íslendinga til að ljúka námi í byggingarlist, en það gerði hann árið 1919. Hann var húsameistari ríkisins um alllangt skeið og teiknaði margar byggingar sem þykja hvað reisulegastar hérlendis enn í dag.

Hann hélt sig ekki við neinn sérstakan stíl, en segja má að hann hafi reynt fyrir sér og þróast gegnum ýmsar stíltegundir, svo sem nýklassík, fúnkisstíl og rómantík. Þekkt er ást hans á formum íslenskrar náttúru en stuðlaberg Hallgrímskirkju er kannski skemmtilegasta dæmið um það.

Meðal þekktra bygginga Guðjóns eru Háskóli Íslands, Akureyrarkirkja, Kristskirkja í Landakoti, Landspítalinn, Þjóðleikhúsið og Hótel Borg.

Guðjón lést 25. apríl árið 1950.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.