Hörmulegur atburður í Keflavík: Hjón fundust látin inni á heimili sínu Keflavík.

Hörmulegur atburður í Keflavík: Hjón fundust látin inni á heimili sínu Keflavík. Sá hörmulegi atburður átti sér stað í Keflavík aðfaranótt sunnudags að 27 ára gamall sjómaður réð eiginkonu sinni bana, að talið er fullvíst, með byssu og svipti sig lífi að því búnu. Þau áttu tvær dætur, 5 og 10 ára gamlar, og dvöldu þær hjá ættingjum þessa nótt. Maðurinn hét Tryggvi Örn Harðarson og kona hans hét Rósa Harðardóttir og var grænlensk. Þau voru 27 ára, fædd 1961.

Hringt var til lögreglunnar kl. 3.35 um nóttina og óskað eftir aðstoð við Suðurgötu 29. Lögreglumaðurinn sem svaraði hring ingunni spurði hvort þetta væri í Sandgerði eða Keflavík og svaraði karlmaður, sem hringdi, að þetta væri í Keflavík. Síðan heyrðist skothvellur og dynkur. Lögreglumenn hröðuðu sér þegar á vettvang og urðu að brjóta rúðu í úti dyrahurð til að komast inn. Í íbúðinni fundu þeir konuna í svefnherberginu, en maðurinn var frammi í gangi við símann. Þau voru með skotsár og bæði látin þegar að var komið.

Hjónin höfðu verið á dansleik í Glaumbergi í Keflavík og er vitað um ferðir þeirra frá því snemma um kvöldið. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í Keflavík virtist fara vel á með þeim og allt vera með felldu. Þau höfðu verið í heimahúsi fyrr um kvöldið og fóru þaðan á dansleikinn ásamt fleira fólki. Um nóttina héldu hjónin heim um kl. 2.30, eða um 30 mínútum áður en dansleiknum lauk. Vín mun hafa verið haft um hönd, en leigubifreiðarstjórinn, sem ók hjónunum heim, sagði við yfirheyrslu hjá lögreglunni að hann hefði ekki orðið var við neitt óvenjulegt í fari þeirra.

Að sögn lögreglunnar sáust engin merki um átök í íbúðinni, utan þess að svefnherbergisgluggi hafði verið brotinn. Kona á efri hæð hússins vaknaði við fyrri skot hvellinn og vakti eiginmann sinn. Skömmu síðar heyrðu þau hvell og eftir stutta stund var lögreglan komin á vettvang. Einskota haglabyssa númer 12 af rússneskri tegund fannst við hlið mannsins. Maðurinn hafði farið á námskeið í meðferð skotvopna og fengið leyfi fyrir byssunni árið 1985.

-B.B.