Bókasafnið í nýtt og betra húsnæði Keflavík. BÆJAR- og héraðsbókasafnið í Keflavík hefur flutt í nýtt og betra húsnæði við Hafnargötu 57, og var safnið opnað við hátíðlega athöfn á föstudaginn.

Bókasafnið í nýtt og betra húsnæði Keflavík.

BÆJAR- og héraðsbókasafnið í Keflavík hefur flutt í nýtt og betra húsnæði við Hafnargötu 57, og var safnið opnað við hátíðlega athöfn á föstudaginn. Ræður voru fluttar við þetta tækifæri og listamenn bæjarins skemmtu með söng, hljóðfæraleik og upplestri.

Forstöðumaður Bókasafns Keflavíkur er Hulda Björk Þorkelsdóttir og sagði hún í samtali við Morgunblaðið að lesáhugi Keflvíkinga og þeirra sem safnið þjónaði væri ákaflega mikill. Á síðasta ári var lánaður út 66.161 titill og erum við skammt á eftir Vestamanneyingum sem eiga íslandsmetið í útlánum. Það varð mikil aukning hjá okkur, sem var á bilinu 500-1.000 titlar á mánuði og 35,8% yfir árið."

Hulda Björk sagði að nú væru um 40.000 titlar í safninu þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, þar mætti auk bóka nefna tónlist, myndbönd og tímarit. Með tilkomu nýja húsnæðisins stækkar gólfflötur safnsins um þriðjung þar sem er lesaðstaða og verður safnið opið á alla virka daga frá kl. 10-20. Safnið verður opið á laugardögum í vetur á sama tíma til að gefa skólafólki tækifæri til að nýta sér aðstöðuna.

­ BB

Morgunblaðið/Björn Blöndal

HILMAR Jónsson, til hægri, en hann var forstöðumaður bókasafnsins í 35 ár, og Hulda Björk Þorkelsdóttir.