Listaverk gefið Þorlákshöfn Á ÞESSU ári eru 800 ár liðin frá andláti Þorláks helga Þórhallssonar sem var biskup í Skálholti 1178­1193. Átthundruðustu ártíðar heilags Þorláks verður minnst við messu í Þorlákskirkju í Þorlákshöfn sunnudaginn 17. október nk.

Listaverk gefið Þorlákshöfn

Á ÞESSU ári eru 800 ár liðin frá andláti Þorláks helga Þórhallssonar sem var biskup í Skálholti 1178­1193. Átthundruðustu ártíðar heilags Þorláks verður minnst við messu í Þorlákskirkju í Þorlákshöfn sunnudaginn 17. október nk. en sú kirkja er nefnd eftir Þorláki helga, eins og kunnugt er.

Hr. Ólafur Skúlason, biskup Íslands, mun predika í messunni, sem hefst kl. 14. Sóknarpresturinn í Þorlákshöfn, sr. Svavar Stefánsson, þjónar fyrir altari ásamt biskupi. Félagar úr Söngfélagi Þorlákshafnar sjá um söng undir stjórn organista kirkjunnar, Róberts Darlings.

Að lokinni messu verður afhjúpaður veggskúlptúr" sem Þorlákskirkju hefur verið gefinn. Listaverkið nefnist Þorlákur" og er eftir Ágústu Gunnarsdóttir, sem gefur verið til heiðurs foreldrum sínum, Gunnari Markússyni og Sigurlaugu A. Stefánsdóttur, sem um langt árabil störfuðu mikið að kirkjumálum í Þorlákshöfn. Ágústa, sem er MA í myndlist frá Indianaháskóla, er búsett í Ann Arbor í Michigan-ríki í Bandaríkjunum.

Þorlákskirkja