Sýslumaðurinn kveðst ekki hafa átti varninginn ERLINGUR Óskarsson, fráfarandi sýslumaður á Siglufirði, vill koma athugasemd á framfæri vegna fréttar í Morgunblaðinu í gær um lausn yfirlögregluþjóns á Siglufirði frá störfum.

Sýslumaðurinn kveðst ekki hafa átti varninginn

ERLINGUR Óskarsson, fráfarandi sýslumaður á Siglufirði, vill koma athugasemd á framfæri vegna fréttar í Morgunblaðinu í gær um lausn yfirlögregluþjóns á Siglufirði frá störfum.

Erlingur sagði af sér embætti sýslumanns á Siglufirði í kjölfar máls sem upp kom í vor þegar tollverðir á Siglufirði fundu reiðtygi og áfengi í hestakerru sem verið var að flytja til landsins. Eiginkona Erlings var skráður innflytjandi kerrunnar.

"Varningurinn var ekki í minni eigu heldur annars manns. Varningurinn var settur í kerruna án þess að ég vissi af því og meining mannsins var að leysa hann út þegar þar að kæmi. Hann var með allar tollskýrslur tilbúnar til þess þannig að ekki var um neitt smygl að ræða. Strax við upphaf rannsóknar kom í ljós að umræddur maður átti varninginn en ekki ég. Þar að auki var konan mín skráður innflytjandi kerrunnar en ekki ég og áfengið og reiðtygin eru mér algjörlega óviðkomandi," sagði Erlingur Óskarsson.