Bragi Ásgeirsson sýnir í Listasafninu Bandarískir aðilar kaupa verk Braga BANDARÍSKIR aðilar hafa fest kaup á fimm grafíkverkum á sýningu Braga Ásgeirssonar í Listasafni Íslands síðustu tvær vikur.

Bragi Ásgeirsson sýnir í Listasafninu Bandarískir aðilar kaupa verk Braga

BANDARÍSKIR aðilar hafa fest kaup á fimm grafíkverkum á sýningu Braga Ásgeirssonar í Listasafni Íslands síðustu tvær vikur. Er annars vegar um að ræða tvö steinþrykk frá 1956 sem listamaðurinn handmálaði með gagnsæum vatnslitum og hins vegar yngri myndir og var kaupverð um 250 þúsund krónur.

Samkvæmt upplýsingum frá Listasafni Íslands voru kaupendurnir annars vegar bandarískur galleríseigandi og hins vegar tvær bandarískar myndlistarkonur. Þær vildu kaupa 4 af elstu og dýrustu myndum sýningarinnar en Bragi samþykkkti einungis að selja tvær þeirra, því hinar eldri myndirnar eru aðeins til í einu eintaki. Þeirra í stað festu þær kaup á yngri myndum Braga.

Kynnti sér listalíf

Í samtali við Morgunblaðið sagði Bragi að þær myndir sem enn væru til fleiri eintök af seldi hann á sk. vinnustofuverði, sem væri um tveir þriðju þess sem myndirnirna ættu að kosta á sýningu. Hann segir að kaup bandarísku aðilanna hafi verið gerð í flýti seinustu tvo sunnudaga, en í báðum tilvikum var fólkið að kynna sér íslenskt listalíf síðustu stundirnar áður en það hélt af landi brott. Sýningu Braga lýkur 31. október.