Sjálfstæðismenn í Mosfellsbæ Ellefu gefa kost á sér í prófkjöri PRÓFKJÖR Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ vegna bæjarstjórnarkosninga næsta vor fer fram laugardaginn 13. nóvember nk.

Sjálfstæðismenn í Mosfellsbæ Ellefu gefa kost á sér í prófkjöri

PRÓFKJÖR Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ vegna bæjarstjórnarkosninga næsta vor fer fram laugardaginn 13. nóvember nk.

Frambjóðendur í prófkjörinu eru 11 og eru þeir eftirfarandi: Ásta Björg Björnsdóttir, meinatæknir, 38 ára, Ástríður Grímsdóttir, lögfræðingur, 38 ára, Guðjón Haraldsson, verktaki, 54 ára, Guðmundur Davíðsson, vélsmiður, 45 ára, Hafsteinn Pálsson, yfirverkfræðingur, 41 árs, Helga A. Richter, kennari, 45 ára, Hilmar Þór Óskarsson, bústjóri, 22 ára, Róbert B. Agnarsson, viðskiptafræðingur, 35 ára, Valgerður Sigurðardóttir, auglýsinga- og markaðsráðgjafi, 42 ára og Þengill Oddsson, heilsugæslulæknir, 49 ára.

Helga A. Richter, Þengill Oddsson og Guðmundur Davíðsson eru núverandi bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ og Róbert B. Agnarsson er bæjarstjóri.

Magnús Sigsteinsson, sem var efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins í síðustu bæjarstjórnarkosningum, og Hilmar Sigurðsson bæjarfulltrúi hafa ákveðið að gefa ekki kost á sér í næstu kosningum.

Prófkjörið 13. nóvember nk. er opið öllum fullgildum félögum sjálfstæðisfélaganna í Mosfellsbæ, sem þar eru búsettir, og þeim stuðningsmönnum flokksins, sem eiga munu kosningarétt í bæjarstjórnarkosningunum og undirrita stuðningsyfirlýsingu við Sjálfstæðisflokkinn samhliða þátttöku í prófkjöri.

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst 1. nóvember nk. og verður hún í félagsheimili Sjálfstæðisflokksins í Urðarholti 4 alla virka daga frá kl. 18­19.