10. maí 2007 | Bókmenntir | 80 orð | 1 mynd

Bókmenntir

Nýhil gefur mæðrum bókargróða

Óttar M. Norðfjörð
Óttar M. Norðfjörð
ÚTGÁFUFORLAGIÐ Nýhil afhendir í dag Mæðrastyrksnefnd allan ágóða af sölu metsölubókarinnar Hannes – Nóttin er blá, mamma eftir Óttar M. Norðfjörð. Fer afhendingin fram í húsakynnum Mæðrastyrksnefndar í Hátúni 12 og hefst klukkan 15.
ÚTGÁFUFORLAGIÐ Nýhil afhendir í dag Mæðrastyrksnefnd allan ágóða af sölu metsölubókarinnar Hannes – Nóttin er blá, mamma eftir Óttar M. Norðfjörð. Fer afhendingin fram í húsakynnum Mæðrastyrksnefndar í Hátúni 12 og hefst klukkan 15. Hannes – Nóttin er blá, mamma er 1. bindi í ævisögu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar. Hún kom út fyrir síðustu jól og sat í margar vikur í efsta sæti metsölulista Eymundsson og varð jafnframt ein mest selda bók ársins. Ágóði af sölu bókarinnar reyndist rúmlega 300.000 kr.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.