11. maí 2007 | Tónlist | 106 orð | 1 mynd

Böss og Bergmann

Nýtt efni Sverrir Bergmann í öðrum heimi.
Nýtt efni Sverrir Bergmann í öðrum heimi. — Morgunblaðið/Jim Smart
EINS og fram kom í blaði gærdagsins er Sverrir Bergmann að vinna að nýju efni, en hann hélt tónleika á Dillon í gær og kynnti það þar ásamt sveit. Samkvæmt heimildum blaðsins hefur þessi fyrrverandi forsöngvari Daysleeper m.a.
EINS og fram kom í blaði gærdagsins er Sverrir Bergmann að vinna að nýju efni, en hann hélt tónleika á Dillon í gær og kynnti það þar ásamt sveit. Samkvæmt heimildum blaðsins hefur þessi fyrrverandi forsöngvari Daysleeper m.a. verið að vinna með Ludwig nokkrum Böss að lagasmíðum, en Böss var áður í sænsku sveitinni Ray Wonder sem sótti landið heim árið 1996 ásamt Cardigans en sveitirnar tvær voru þá í forvígi sænska nýbylgjupoppsins. Böss og Nina Person, söngkona Cardigans, voru þá par á þessum tíma. Eitthvað fléttast Jakob Frímann Magnússon þá inn í verkefnið líka. En sjáum hvað setur, alltént má nálgast þrjú lög á myspace.com/bergmannspace.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.