[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Eftir Þröst Helgason vitinnblog.is Danilo Kiš var serbnesk-ungverskur rithöfundur af gyðingaættum, fæddur 1935 og var því á sjöunda ári þegar nasistar frömdu fjöldamorð á gyðingum í Novi Sad í janúar árið 1942.

Eftir Þröst Helgason

vitinnblog.is

Danilo Kiš var serbnesk-ungverskur rithöfundur af gyðingaættum, fæddur 1935 og var því á sjöunda ári þegar nasistar frömdu fjöldamorð á gyðingum í Novi Sad í janúar árið 1942. Eftir það flutti fjölskylda hans búferlum frá norðanverðri Serbíu til heimaslóða föðurins í vesturhéruðum Ungverjalands. Tveimur árum síðar var faðirinn fluttur ásamt fjölda ættmenna sinna í útrýmingarbúðirnar í Auschwitz. Þaðan átti hann ekki afturkvæmt.

Í bók sinni Ungum sorgum , sem kom út árið 1969, segir Kiš frá litlum dreng, Andreasi Sam, sem lendir í sömu aðstæðum. Bókin er komin út í íslenskri þýðingu Gríms Helgasonar hjá Bjarti.

Ungar sorgir er safn stuttra þátta sem fyrst í stað virðast hefðbundnar æskuminningar en þegar betur er að gáð má finna söknuðinn smeygja sér í gegnum hvert orð. Bókin er leit að glataðri æsku en líka minningarstef um horfinn föður.

Óhætt er að mæla með þessari bók.