26. maí 2007 | Íþróttir | 137 orð

Kristján þjálfar lið GUIF

Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is KRISTJÁN Andrésson var í gær ráðinn aðalþjálfari sænska handknattleiksliðsins GUIF sem leikur í úrvalsdeildinni og hafnaði í 11. sæti af 14 liðum á nýliðnu tímabili.
Eftir Guðmund Hilmarsson

gummih@mbl.is

KRISTJÁN Andrésson var í gær ráðinn aðalþjálfari sænska handknattleiksliðsins GUIF sem leikur í úrvalsdeildinni og hafnaði í 11. sæti af 14 liðum á nýliðnu tímabili.

Kristján, sem er 26 ára gamall, hefur verið á mála hjá GUIF í sex ár, en meiðsli hafa sett strik í reikninginn hjá honum. Hann sleit krossband í hné fyrir tveimur árum og hefur átt við þrálát meiðsli að stríða eftir það. Hann gat ekkert með liðinu í vetur og tók að sér að vera aðstoðarþjálfari liðsins.

Kristján hefur verið búsettur í Svíþjóð frá átta ára aldri og hefur getið sér gott orð sem handboltamaður. Hann var valinn í íslenska landsliðið sem lék á Ólympíuleikunum í Aþenu 2004 og fetaði þar með í fótspor föður síns en Andrés Kristjánsson lék á árum áður á línunni með íslenska landsliðinu.

Fletta í leitarniðurstöðum

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.