27. maí 2007 | Innlendar fréttir | 150 orð | 1 mynd

Fékk breskan arf

Þjóðminjasafnið fékk áttatíu milljónir í arf og endurheimtir 800 gamla íslenska gripi og skrautmuni frá Svíum

MIKIL gróska er í starfsemi Þjóðminjasafns Íslands sem gestir eru mjög ánægðir með, samkvæmt nýlegri könnun. Þjóðminjasafnið fékk nýlega arf frá breskum velunnara safnsins, Philip Verall.
MIKIL gróska er í starfsemi Þjóðminjasafns Íslands sem gestir eru mjög ánægðir með, samkvæmt nýlegri könnun.

Þjóðminjasafnið fékk nýlega arf frá breskum velunnara safnsins, Philip Verall. Um er að ræða háa upphæð, um 80 milljónir króna, sem að sögn Margrétar Hallgrímsdóttur þjóðminjavarðar verður notuð til að kosta vandaðar sýningar og tilheyrandi útgáfu þannig að gestir safnsins geti notið góðs af.

Stofnaður hefur verið minningarsjóður Verall af þessu tilefni.

Þjóðminjasafnið hefur einnig gert samninga við Svía um afhendingu á 800 íslenskum gripum sem safnað var hér á landi á 19. öld og safnið fær í haust til framtíðarvarðveislu. Þessir endurheimtu munir verða sýndir í Bogasal á næsta ári.

Frá ýmsu öðru merkilegu í sambandi við starfsemi safnsins og þjóðminjavörslu segir Margrét í viðtali sem birtist hér í blaðinu í dag. Þar koma einnig fram áherslur hennar í safnastarfi og skoðanir, t.d. í sambandi við húsin sem brunnu í Austurstræti. | 42

Fletta í greinum frá þessum degi

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.